Við hefjum fundaröðina "Ræðum um málefni" á því að ræða um málefni eldri borgara í Hveragerði! Bæjarfulltrúar D-listans fara yfir stöðu eldri borgara í Hveragerði og viljum við síðan fá að heyra hvað brennur á ykkur tengt þessum málaflokki.
Fram að sveitarstjórnarkosningum mun D-listinn brydda uppá nýjung með laugardagskaffinu með fundaröð sem ber heitið "Ræðum um málefni" og munum við þar taka fyrir ákveðinn málaflokk hverju sinni.
Að venju sjá bæjarfulltrúar og stjórn félagsins um kaffiveitingarnar og mun Eyþór H. Ólafsson formaður bæjarráðs og Hanna Lovísa í stjórn félagsins sjá um kræsingarnar.
Fundurinn fer að sjálfsögðu fram í Sjálfstæðisheimilinu í Hveragerði að Mánamörk 1 frá kl. 10:30-12:00.
Hlökkum til að hitta ykkur og heyra hvað brennur á ykkur!
Comments